11. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 08:30


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 08:35
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:30
Elvar Eyvindsson (ElE), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:45
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:55

Inga Sæland var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 10:30

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2020 Kl. 08:30
Til fundarins komu Bjarni Guðmundsson og Eva Björk Harðardóttir frá samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi, kl. 8:30. Bjarni Bjarki Þorsteinsson, Pétur Magnússon og Eybjörg Hauksdóttir komu frá samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu kl. 9:40. Einnig komu Sigríður Mogensen og Edda Björk Ragnarsdóttir frá Samtökum iðnaðarins og Kristinn Þórðarson frá samtökum íslenskra kvikmyndaframleiðenda kl. 10:35.
Gestir fóru yfir umsagnir sínar um fjárlagafrumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:30
Fundargerð 10. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:31